Reykjavíkurborg hefur hafnað erindi listamannsins Hallsteins Sigurðssonar, um að færa útilistaverk, sem nú eru við vinnustofu listamannsins í Álfsnesi, í dalinn í Seljahverfi í Breiðholti.

Reykjavíkurborg hefur hafnað erindi listamannsins Hallsteins Sigurðssonar, um að færa útilistaverk, sem nú eru við vinnustofu listamannsins í Álfsnesi, í dalinn í Seljahverfi í Breiðholti.

Í umsögn borgarráðs kemur fram að ekki sé fallist á erindi Hallsteins á þeim forsendum að líkur séu á því að kostnaður við viðhald og ábyrgð á verkunum falli á Reykjavíkurborg í framtíðinni.

Vísað er til þess í fundargerð borgarráðs, að Reykjavíkurborg hafi þegar sýnt að verk Hallsteins Sigurðssonar séu mikils metin með því að stofna Hallsteinsgarð við Strandveg í Grafarvogi en vegleg gjöf listamannsins á 16 listaverkum í garðinum sé í umsjón Listasafns Reykjavíkur sem hafi eftirlit með verkunum og annist viðhald þeirra.