Taktar Frá einni viðureigninni í skvasskeppninni í gærkvöld.
Taktar Frá einni viðureigninni í skvasskeppninni í gærkvöld. — Ljósmynd/sportmynd.is
Keppni í skvassi á Reykjavíkurleikunum hófst í Veggsporti við Stórhöfða í gær. Mjög sterkur franskur spilari, Matthieu Huin, er á meðal keppenda ásamt flestum af bestu skvassspilurum landsins.

Keppni í skvassi á Reykjavíkurleikunum hófst í Veggsporti við Stórhöfða í gær. Mjög sterkur franskur spilari, Matthieu Huin, er á meðal keppenda ásamt flestum af bestu skvassspilurum landsins.

Huin er kominn í undanúrslit þar sem hann mætir Matthíasi Jónssyni í dag og í hinni undanúrslitaviðureiginni eigast við þeir Gunnar Þórðarson og Róbert Fannar Halldórsson. Keppni í undanúrslitunum hefst klukkan 13.30 í dag.

gummih@mbl.is