Konungur David Bowie fór ótroðnar slóðir í því sem hann tók sér fyrir hendur.
Konungur David Bowie fór ótroðnar slóðir í því sem hann tók sér fyrir hendur.
Nú þegar meistari David Bowie er fallinn frá er ekki úr vegi að rifja upp og njóta þess sem hann gerði á viðburðaríkri ævi.

Nú þegar meistari David Bowie er fallinn frá er ekki úr vegi að rifja upp og njóta þess sem hann gerði á viðburðaríkri ævi. Eitt af því var að leika í kvikmyndum og nú er lag að sjá kvikmyndina Labyrinth sem skartar honum í stóru hlutverki, en hún verður sýnd í Bíó Paradís í dag, laugardag, kl. 16. Labyrinth er klassísk fantasía frá árinu 1986, ævintýramynd sem er bæði brúðumynd og leikin. Eins konar söngleikur þar sem David Bowie fer með hlutverk Goblin King Jareth en Bowie á einnig heiðurinn af hluta tónlistarinnar. Kvikmyndin segir frá hinni 15 ára Söru sem þarf að fara í annarsheimsveldi Goblin King Jareth og freista þess að bjarga yngri bróður sínum þaðan.

Þetta er sannkölluð „költ“-mynd en tekið skal fram að myndin er ekki textuð.