[mynd af blokk í byggingu]
[mynd af blokk í byggingu]
Byggingarreglugerðin íslenska er mikill frumskógur og veldur hærri byggingarkostnaði en þörf er á. Í henni er aragrúi af ákvæðum sem erfitt er að sjá að nauðsyn beri til að hafa í reglugerð og snúast til að mynda meira um smekk en öryggi.

Byggingarreglugerðin íslenska er mikill frumskógur og veldur hærri byggingarkostnaði en þörf er á. Í henni er aragrúi af ákvæðum sem erfitt er að sjá að nauðsyn beri til að hafa í reglugerð og snúast til að mynda meira um smekk en öryggi.

Sem dæmi þá segir í reglugerðinni að íbúð skuli hafa „að lágmarki eitt íbúðarherbergi sem er a.m.k. 18 m 2 að stærð,“ sennilega til að tryggja að hægt sé að taka nokkur dansspor í öllum íbúðum landsins.

Nú hefur umhverfisráðherra kynnt drög að breytingum á byggingarreglugerðinni og er þar margt til bóta. Krafan um lágmarksstærð herbergis er til að mynda felld út.

Með drögunum er þó ekki boðuð nein bylting og margt er enn inni sem ekki verður séð að hið opinbera varði mikið um, svo sem um herbergjaskipan íbúða. Þannig er haldið í ákvæði um að anddyri skuli vera í íbúðum og að á hverju íbúðarherbergi skuli vera opnanlegur gluggi. Þá segir: „Svefnherbergi íbúðar skulu ekki vera hvert inn af öðru og er óheimilt að hafa einu aðkomuna að öðrum íbúðarherbergjum í gegnum svefnherbergi.“

Ennfremur segir í drögunum að gera skuli „ráð fyrir aðstöðu, frágangi og búnaði vegna móttöku rafrænna upplýsinga“.

Vonandi dettur engum í hug, þó að ekki sé alveg skýrt í nýju drögunum, að það sé óheimilt að setja upp aðstöðu fyrir „móttöku rafrænna upplýsinga“ inn af svefnherbergi.