Juan fæddist 1. janúar 1960 í Setenil de las Bodegas í Cadiz-héraði á Spáni. Hann lést 21. desember 2015.

Hann var sonur Francisco, látinn 2000, og Dolores sem býr í Malaga. Juan var giftur Ragnheiði Björnsdóttur og eiga þau tvö uppkomin börn: 1) Diego Björn Valencia, giftur Lilju Rut Benediktsdóttur. Þau eiga tvö börn: Emil, átta ára, og Evu, tveggja ára. 2) Nataly Sæunn Valencia.

Útför Juan fór fram í kyrrþey.

Kæri Juan.

það var í gær. Við sátum úti í garði, sólin skein, við drukkum rauðvín, reyktum vindla og töluðum um allt mögulegt, um plön og hversu hamingjusamur þú værir á Íslandi þrátt fyrir ýmislegt mótlæti lífsins. Lífs sem þér tókst alltaf að sjá jákvæðu hliðina á. Hafðir ásamt ástkærri eiginkonu þinni alið upp börnin sem aftur gáfu ykkur yndisleg barnabörn. Þrjóskur, stoltur og alltaf sjálfum þér samkvæmur, nokkuð sem ekki allir skildu en virtu. Duglegur, kappsamur, meðvitaður um að ekkert fæst gefins. En einnig örlátur gestgjafi, gast deilt með öðrum. Ég sit við skrifborðið mitt þrjú þúsund kílómetra í burtu og reyni að koma þessum línum á blað. Sársauki og mikil sorg en einnig reiði, reiði yfir tilgangsleysi slíkra atburða. Í huganum erum við fjölskyldan með Ransý og öðrum ástvinum og vonum að þau finni huggun í minningunni um þig.

Kæri vinur, við sjáumst!

Filippo de Esteban.