Launavísitala hækkaði um 0,9% og vísitala kaupmáttar launa hækkaði um 0,6% í desember frá fyrri mánuði, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Alls jókst kaupmáttur launa um 7,6% samkvæmt vísitölunni á síðasta ári.

Launavísitala hækkaði um 0,9% og vísitala kaupmáttar launa hækkaði um 0,6% í desember frá fyrri mánuði, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Alls jókst kaupmáttur launa um 7,6% samkvæmt vísitölunni á síðasta ári.

Vísitala kaupmáttar launa byggist á launavísitölu og vísitölu neysluverðs, og eykst kaupmáttur launa þegar laun hækka umfram verðlag. Kaupmáttur launa er annar en kaupmáttur ráðstöfunartekna, þar sem tekið er tillit til heildarlauna og annarra tekna og tilfærslna, að frádregnum sköttum.

Launavísitalan hækkaði um 9,7% á síðasta ári.