Leikarinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson er tilnefndur til bresku kvikmyndaverðlaunanna National Film Awards sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í kvikmyndinni Chasing Robert Barker.
Leikarinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson er tilnefndur til bresku kvikmyndaverðlaunanna National Film Awards sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í kvikmyndinni Chasing Robert Barker. 11 aðrir leikarar eru tilnefndir að auki og þeirra á meðal kvikmyndastjörnurnar Colin Farrell, Michael Fassbender, Colin Firth, Tom Hardy, Tom Hiddleston og Daniel Craig. Kvikmyndin Hrútar er einnig tilnefnd sem besta erlenda kvikmyndin. Tilnefningarnar, sem eru í 18 flokkum, voru fengnar með netkosningu sem um 1,3 milljónir manna tóku þátt í, að því er segir á vef verðlaunanna. Er nú hafin netkosning um þá bestu meðal tilnefndra á vef verðlaunanna, nationalfilmawards.co.uk, sem stendur til 25. mars og mun verðlaunahátíðin fara fram 31. mars í Lundúnum. Á vefnum mbl.is má finna viðtal við Guðmund Inga um tilnefninguna.