Tónskáld Gateano Donizetti.
Tónskáld Gateano Donizetti.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Rita , gamanópera í einum þætti, eftir Gateano Donizetti í leikstjórn Bjarna Thors Kristinssonar, verður frumsýnd af óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz í Iðnó á morgun. „Óperan verður sýnd tvisvar á sunnudag, kl.
Rita , gamanópera í einum þætti, eftir Gateano Donizetti í leikstjórn Bjarna Thors Kristinssonar, verður frumsýnd af óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz í Iðnó á morgun.

„Óperan verður sýnd tvisvar á sunnudag, kl. 17 og 20, og tekur um klukkustund í flutningi. Hlutverkin eru öll tvískipuð,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að óperan verði sýnd í Hljómahöll í Reykjanesbæ föstudaginn 29. janúar kl. 20 og í Tónbergi á Akranesi sunnudaginn 31. janúar kl. 20.

„Donizetti lauk við óperuna Ritu 1841 en hún var ekki frumflutt fyrr en 1860 í París. Sagan er um margt óvenjuleg en segir frá ofbeldisfullri eiginkonu, Ritu, sem lemur eiginmann sinn, Beppe, til hlýðni. Þann ósið lærði hún af fyrri eiginmanni sínum sem hún telur hafa látist í skipskaða. Dag einn birtist þó eiginmaðurinn fyrri og upphefst þá mikil barátta um það hver skuli sitja uppi með Ritu.“

Sungið er á ítölsku en milli atriða eru leiknar senur á íslensku. Leiðbeinendur óperudeildar skólans í verkefninu eru Sigrún Hjálmtýsdóttir og Hanna Dóra Sturludóttir. Um píanóleik sér Aladar Rázc.