Áhugi Átta ára skólabörnum í Reykjavík verður boðið á sýninguna á næstu vikum.
Áhugi Átta ára skólabörnum í Reykjavík verður boðið á sýninguna á næstu vikum.
Sýningin Þetta vilja börnin sjá! verður opnuð í Gerðubergi í dag kl. 14. Á sýningunni getur að líta myndskreytingar í íslenskum barnabókum eftir 20 myndlistarmenn sem gefnar voru út á árinu 2015.

Sýningin Þetta vilja börnin sjá! verður opnuð í Gerðubergi í dag kl. 14. Á sýningunni getur að líta myndskreytingar í íslenskum barnabókum eftir 20 myndlistarmenn sem gefnar voru út á árinu 2015. Meðal sýnenda í ár eru: Bergrún Íris Sævarsdóttir, Birta Þrastardóttir, Elsa Nielsen, Karl Jóhann Jónsson og Sigrún Eldjárn.

Átta ára skólabörnum í Reykjavík verður á sýningartímabilinu boðið í Gerðuberg þar sem þau fá leiðsögn um sýninguna ásamt því að heimsækja bókasafnið þar sem m.a. er farið í ratleik. Krakkar utan höfuðborgarsvæðisins fá einnig tækifæri til að njóta myndanna og bókanna því Þetta vilja börnin sjá! er farandsýning sem leggur land undir fót þegar sýningartímanum í Gerðubergi lýkur þann 24. apríl nk.