Gaman Áður hefur verið boðið upp á krakkadans á Kex hosteli á heimilislegum sunnudegi og vakti það sannarlega lukku eins og sjá má á þessari mynd.
Gaman Áður hefur verið boðið upp á krakkadans á Kex hosteli á heimilislegum sunnudegi og vakti það sannarlega lukku eins og sjá má á þessari mynd.
Samverustundir barna og foreldra eru aldrei nógu margar og því er um að gera að stökkva til þegar boðið er upp á eitthvað skemmtilegt til að gera saman.

Samverustundir barna og foreldra eru aldrei nógu margar og því er um að gera að stökkva til þegar boðið er upp á eitthvað skemmtilegt til að gera saman. Á heimilislegum sunnudögum á Kex hosteli við Skúlagötu í Reykjavík er alltaf eitthvað áhugavert í boði og á morgun kl. 13 verður þar krakkadans fyrir börn og foreldra klukkan 13.

Kennarar frá Dansskóla Birnu Björns ætla að kenna krakkadans og meðal þess sem nemendur læra má nefna grunntækni, stökk, hringi, samsettar tækniæfingar og dansrútínur ásamt ýmsum dansstílum.

Sérstök áhersla er lögð á að kynnast sem flestum dansstílum, en einnig er unnið mikið með sviðsframkomu og leikræna tjáningu. Dansgleði og skemmtun er höfð í fyrirrúmi og foreldrar eru hvattir til að vera með í dansinum.

Allir eru velkomnir og enginn aðgangseyrir er að heimilislegu sunnudögunum á Kexinu.