Bresk stjórnvöld munu ekki grípa til frekari aðgerða gegn Rússum þrátt fyrir niðurstöðu rannsóknarnefndar um að Pútín forseti hafi líklega samþykkt morðið á Alexander Litvinenko, fyrrverandi leyniþjónustumanni, sem ráðinn var af dögum í London árið...
Bresk stjórnvöld munu ekki grípa til frekari aðgerða gegn Rússum þrátt fyrir niðurstöðu rannsóknarnefndar um að Pútín forseti hafi líklega samþykkt morðið á Alexander Litvinenko, fyrrverandi leyniþjónustumanni, sem ráðinn var af dögum í London árið 2006. Útilokaði Theresa May dómsmálaráðherra allt slík við umræður í breska þinginu í gær. Kvað hún Breta hafa gripið til aðgerða gegn Rússum vegna þess máls árið 2007 og yrði látið þar við sitja. Stjórnvöld hafi hins vegar ítrekað kröfur sínar um að morðingjarnir verði framseldir frá Rússlandi. Ekkja Litvinenkos hafði hvatt til þess að rússneskum leyniþjónustumönnum yrði vísað úr landi í Bretlandi og að gripið yrði til nýrra refsiaðgerða.