Undirskrift Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra glaður í bragði í gær.
Undirskrift Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra glaður í bragði í gær. — Landspítali háskólasjúkrahús
Sérstakt meðferðarátak sem miðar að því að útrýma lifrarbólgu C hér á landi hófst í gær. Átakið felst í því að nú býðst öllum þeim sem njóta sjúkratrygginga hér á landi og smitaðir eru af sjúkdómnum meðferð með lyfinu Harvoni sér að kostnaðarlausu.

Sérstakt meðferðarátak sem miðar að því að útrýma lifrarbólgu C hér á landi hófst í gær. Átakið felst í því að nú býðst öllum þeim sem njóta sjúkratrygginga hér á landi og smitaðir eru af sjúkdómnum meðferð með lyfinu Harvoni sér að kostnaðarlausu.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði við athöfn í gær að Íslendingar væru nú í forystu þjóða þegar kemur að baráttu gegn lifrarbólgu C og að það sannfærði hann enn og aftur um að þó svo að þjóðin væri lítil stæði fátt í vegi fyrir henni. Talið er að milli 800 og 1.000 manns hér á landi séu smitaðir, þar af voru 88 innan við tvítugt þegar smit átti sér stað og helmingurinn yngri en 29 ára.