Gunnar Bragi Sveinsson
Gunnar Bragi Sveinsson
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að setja á laggirnar starfshóp sem fara á yfir lög um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og mat á þátttöku Íslands í þeim.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að setja á laggirnar starfshóp sem fara á yfir lög um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og mat á þátttöku Íslands í þeim.

Hópnum er ætlað að fara yfir það ferli sem viðhaft er við slíkt mat og skoða sérstaklega hvernig staðið var að málum í helstu nágrannaríkjum Íslands. Þetta segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu en á undanförnum árum hefur þvingunaraðgerðum verið beitt í auknum mæli.

Tveir fulltrúar verða skipaðir í hópinn af utanríkisráðherra án tilnefningar og skal annar þeirra vera formaður. Aðrir fulltrúar verða skipaðir eftir tilnefningu forsætisráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Verður hópnum falið að hafa samráð við þá aðila sem geta átt hagsmuna að gæta af framkvæmd þvingunaraðgerða ásamt sérstöku samráði við utanríkismálanefnd Alþingis.