Metkýr Kýrin Milla í Hvammi er mikill gæðagripur. Hún er kolótt á lit, svört með rauð hár á hausi og aftur eftir hrygg.
Metkýr Kýrin Milla í Hvammi er mikill gæðagripur. Hún er kolótt á lit, svört með rauð hár á hausi og aftur eftir hrygg. — Ljósmynd/Ólöf Samúelsdóttir
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Hún er mjög góð, miðað við okkar bú,“ segir Ólöf Samúelsdóttir, bóndi í Hvammi á Barðaströnd. Í fjósinu hjá henni og Valgeiri Jóhanni Davíðssyni stendur kýrin Milla sem er afurðahæsta kýr landsins á síðasta ári.

Helgi Bjarnason

helgi@mbl.is

„Hún er mjög góð, miðað við okkar bú,“ segir Ólöf Samúelsdóttir, bóndi í Hvammi á Barðaströnd. Í fjósinu hjá henni og Valgeiri Jóhanni Davíðssyni stendur kýrin Milla sem er afurðahæsta kýr landsins á síðasta ári.

Milla skilaði 12.511 kg mjólkur í fyrra, samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds nautgriparæktarfélaganna. Er hún með örfáum kílóum meiri mjólk en metkýrin Urður á Hvanneyri sem í mörg ár hefur verið með afurðamestu kúm landsins. Raunar voru fjórar kýr nokkuð jafnar á toppnum.

„Það er ánægjulegt að heyra,“ sagði Ólöf þegar hún heyrði tíðindin.

Milla er fædd í ágúst 2005 og ætti því að vera komin á efri ár, af mjólkurkú að vera. Hún skilaði 6.000 lítrum á fyrsta mjaltaskeiðinu sem telst gott hjá kvígu og síðan hefur verið góð stígandi í afurðum. Hún bar sjötta kálfinum í nóvember 2014 og á mjaltaskeiðinu hefur hún mjólkað 13.842 lítra, samkvæmt tölvunni hjá Ólöfu. Í skýrsluhaldinu er miðað við almanaksárið. Hún fór oft í 50 lítra á dag, þótt meðaltalið sé lægra og enn skilar hún um 20 lítrum á dag. „Við ætlum að halda henni áfram. Milla hefur alla tíð verið hraust og aldrei neitt vesen með hana. Hún er ákaflega geðgóð,“ segir Ólöf.

Í fjósinu er önnur kýr, efnileg. „Hún er að sýna svipaða takta og Milla. Hún var nærri dauð en við þrjóskuðumst við. Svo bar hún tvíburakálfum og hefur aldrei verið sprækari. Nú er hún að verðlauna okkur fyrir lífgjöfina,“ segir Ólöf.

„Ég er skíthrædd. Það er víða verið að byggja stór bú. Ef kvótinn verður felldur niður má reikna með að stóru búin geti framleitt ódýrara og litlu búin verði undir. Ég veit ekkert um framtíðina í búskapnum,“ segir bóndinn í Hvammi. 12