Að minnsta kosti 42 létu lífið í gær þegar tveimur viðarbátum með flóttamönnum hvolfdi á Miðjarðarhafinu. Gríska landhelgisgæslan greinir frá þessu. Leit stendur nú yfir að eftirlifendum. Fyrsti báturinn sökk snemma í morgun nálægt eyjunni Farmakonissi.
Að minnsta kosti 42 létu lífið í gær þegar tveimur viðarbátum með flóttamönnum hvolfdi á Miðjarðarhafinu. Gríska landhelgisgæslan greinir frá þessu. Leit stendur nú yfir að eftirlifendum. Fyrsti báturinn sökk snemma í morgun nálægt eyjunni Farmakonissi. 48 voru um borð og 40 komust í land. Einni stúlku var bjargað en sjö lík fundust í sjónum. Annar bátur sökk stuttu síðar nálægt eyjunni Kalolimnos. Ekki er vitað hversu margir voru um borð en 26 var bjargað. Þá fundust 14 lík í sjónum.