23. janúar 1751 Bærinn á Hvítárvöllum í Borgarfirði brann og sjö manns létust, meðal annarra sýslumannssonur sem hafði gengið rösklega fram í björgunarstörfum. 23. janúar 1973 Eldgos hófst í Heimaey, um klukkan tvö að nóttu.

23. janúar 1751

Bærinn á Hvítárvöllum í Borgarfirði brann og sjö manns létust, meðal annarra sýslumannssonur sem hafði gengið rösklega fram í björgunarstörfum.

23. janúar 1973

Eldgos hófst í Heimaey, um klukkan tvö að nóttu. „Jarðeldar ógna byggð í Vestmannaeyjum,“ sagði Þjóðviljinn. „Eldur og eimyrja vall upp úr tveggja kílómetra langri eldgjá,“ sagði Vísir. Langflestir 5.500 íbúa Vestmannaeyja voru fluttir til lands á örfáum klukkustundum. Gefin voru út aukablöð af Morgunblaðinu, Tímanum og Þjóðviljanum. Um þrjátíu stundum fyrir upphaf gossins varð sérkennileg og áköf hrina af litlum jarðskjálftum undir eynni.

23. janúar 1979

Reyklaus dagur var haldinn í fyrsta sinn. „Reykingamenn litnir hornauga,“ sagði í Dagblaðinu.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson