Góðar Mia Nielsen og Eygló Ósk Gústafsdóttir í Laugardalnum.
Góðar Mia Nielsen og Eygló Ósk Gústafsdóttir í Laugardalnum. — Morgunblaðið/Eggert
Keppni í sundi á Reykjavíkurleikunum hófst í Laugardalslauginni í gær þar sem Eygló Ósk Gústafsdóttir var meðal annars í eldlínunni. Eygló og Mie Nielsen frá Danmörku mættust í tveimur greinum í undanrásunum.

Keppni í sundi á Reykjavíkurleikunum hófst í Laugardalslauginni í gær þar sem Eygló Ósk Gústafsdóttir var meðal annars í eldlínunni. Eygló og Mie Nielsen frá Danmörku mættust í tveimur greinum í undanrásunum. Í 50 metra baksundi kom Nielsen fyrst í mark á 30,06 sekúndum en Eygló Ósk varð önnur á 30,08 sek. Í 50 m skriðsundinu varð Eygló fyrst á 27,12 sek. en sú danska önnur á 27,14 sek. Í 1500 metra skriðsundi hafnaði Jón Margeir Sverrisson í 4. sæti á tímanum 17.16,02 mín. gummih@mbl.is