Flug Útboð á farmiðakaupum Stjórnarráðsins verður auglýst í febrúar og í framhaldinu á að vinna að sambærilegri útfærslu annarra ríkisstofnana.
Flug Útboð á farmiðakaupum Stjórnarráðsins verður auglýst í febrúar og í framhaldinu á að vinna að sambærilegri útfærslu annarra ríkisstofnana. — Morgunblaðið/Sverrir
Fjármálaráðuneytið hefur tilkynnt að verið sé að vinna að undirbúningi útboðs Stjórnarráðsins á farmiðakaupum sem auglýst verður í febrúar næstkomandi.

Fjármálaráðuneytið hefur tilkynnt að verið sé að vinna að undirbúningi útboðs Stjórnarráðsins á farmiðakaupum sem auglýst verður í febrúar næstkomandi. Í framhaldinu eru áform um að nýskipuð verkefnisstjórn um nýjar áherslur í opinberum innkaupum vinni að sambærilegri útfærslu fyrir stofnanir ríkisins.

Félag atvinnurekenda hefur ítrekað sent fyrirspurn til ráðuneytisins um hvað útboðunum líði. „Við fögnum því að fá loksins einhver viðbrögð úr ráðuneytinu. Það er fagnaðarefni að hreyfing sé að komast á málið eftir meira en þriggja ára brot ríkisins á lögum um opinber innkaup,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.

Í tilkynningu ráðuneytisins kemur fram að útboð á farmiðakaupum eigi að ná markmiðum um hagkvæmustu innkaup, en hafður verði að leiðarljósi kostnaður sem fellur til vegna þátta á borð við flug, gistingu, uppihald á ferðalögum og tímasetningar tengiflugs.