Græjan Þeir sem þekkja til myndavéla vita að þýsku Leica-vélarnar þykja með þeim allrabestu á markaðinum. Eru þær líka með allra dýrustu vélum enda kosta gæðin sitt.

Græjan

Þeir sem þekkja til myndavéla vita að þýsku Leica-vélarnar þykja með þeim allrabestu á markaðinum. Eru þær líka með allra dýrustu vélum enda kosta gæðin sitt.

Nýjasta viðbótin við Leica-fjölskylduna endurspeglar þá þörf nútímamannsins að vilja mynda hvert smáatriði í æsispennandi lífi sínu, hvort sem sprangað er um fjallstinda eða svamlað á sólbökuðum ströndum. Leica X-U er sterkbyggð, höggþolin og sandþolin, og getur meira að segja farið ofan í vatn. Má hafa vélina á allt að 15 metra dýpi í allt að klukkustund áður en hætta er á skemmdum.

Myndavélin kostar tæplega 3.000 dali í forsölu vestanhafs. ai@mbl.is