Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í frétt Mbl í gær sagði: Ég held að háttvirtir þingmenn verði að hlusta eftir þessari kröfu landsmanna, meira en 50 þúsund landsmanna, um að forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfisins,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar -...

Í frétt Mbl í gær sagði:

Ég held að háttvirtir þingmenn verði að hlusta eftir þessari kröfu landsmanna, meira en 50 þúsund landsmanna, um að forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfisins,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, á Alþingi í dag og vísaði þar til undirskriftasöfnunar Kára Stefánssonar.“

Það er auðvitað satt og rétt.

Þingmenn þurfa að hlusta á umbjóðendur sína og það þótt þeir séu eitthvað færri en 50 þúsund. En Katrín Jakobsdóttir hefur ekki verið sérlega liðleg í slíkum efnum, er það?

Steingrímur og hún lýstu sjálfum sér sem mestu andstæðingum aðildarumsóknar að ESB allt til loka kjördags. Svo kom á daginn að þau höfðu þá þegar handsalað aðildarumsókn við Samfylkinguna. Er lagt var til að þjóðin fengi að fjalla um kúvendingu í slíku stórmáli felldu Katrín og Steingrímur tillögu um þjóðaratkvæði. Hlustuðu hvorki á þjóð né þing.

Enn meiri þungi var í undirskriftum um flugvöll í Vatnsmýri. Katrín neitar að hlusta á þær raddir. Þegar Hæstiréttur hafnaði stjórnlagaráðskosningum 6-0 neituðu Steingrímur, Katrín og Jóhanna að hlusta á Hæstarétt og héldu áfram atlögunni að Lýðveldisstjórnarskránni, sem þjóðin hafði samþykkt með 98% atkvæða árið 1944. Því er hljómurinn holur nú.