Askurinn Verður til sýnis í Ríkarðssafni á Djúpavogi innan skamms.
Askurinn Verður til sýnis í Ríkarðssafni á Djúpavogi innan skamms.
Samningar hafa náðst um kaup erfingja Ríkarðs Jónssonar, myndhöggvara og útskurðarlistamanns, á fagurlega útskornum aski eftir Ríkarð sem fjallað var um í Morgunblaðinu 19. desember sl. Askurinn var þá í eigu sænsks fornmunasala.

Samningar hafa náðst um kaup erfingja Ríkarðs Jónssonar, myndhöggvara og útskurðarlistamanns, á fagurlega útskornum aski eftir Ríkarð sem fjallað var um í Morgunblaðinu 19. desember sl. Askurinn var þá í eigu sænsks fornmunasala.

„Tvíburadætur Ríkarðs Jónssonar, þær Ólöf og Ásdís fæddar 1922, keyptu askinn,“ sagði Ríkarður Már Pétursson, barnabarn listamannsins. „Askurinn er mjög fallegur og gerður þegar afi var á hátindi 1927. Honum verður komið fyrir á safninu austur á Djúpavogi í vor.“ Ríkarður sagði að móðursystur hans hefðu keypt fleiri muni eftir föður sinn og ánafnað safninu eigum sínum eftir sinn dag.

Búið er að teikna nýtt hús yfir safnið og er vonast til þess að það rísi í framtíðinni. gudni@mbl.is