Bandaríski auðkýfingurinn Donald Trump ætlar ekki að taka þátt í næstu kappræðum frambjóðenda í forkosningum repúblikana fyrir forsetakosningarnar í nóvember.

Bandaríski auðkýfingurinn Donald Trump ætlar ekki að taka þátt í næstu kappræðum frambjóðenda í forkosningum repúblikana fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Kappræðurnar eiga að fara fram í kvöld og verða þær síðustu áður en forkosningarnar hefjast í Iowa á mánudaginn kemur. Trump hélt því fram að fréttamaður Fox News sem á að stjórna kappræðunum væri hlutdrægur, en sjónvarpsstöðin neitaði því og sagði að Trump gæti ekki valið fundarstjórana eða spurningarnar.

Fréttakonan Megan Kelly stjórnaði fyrstu sjónvarpskappræðum frambjóðendanna í ágúst og spurði Trump ýmissa krefjandi spurninga. Eftir kappræðurnar gaf Trump í skyn að Kelly hefði verið ósanngjörn við hann vegna þess að hún væri á blæðingum.