Hjálmar Sveinsson
Hjálmar Sveinsson
Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, er jákvæður í garð umsóknar Festar, eiganda Krónunnar, um að fá að reisa fjölorkustöð (bensín- og dísildælur og rafhleðslur fyrir rafmagnsbíla) á lóð Krónunnar vestur á Granda.

Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, er jákvæður í garð umsóknar Festar, eiganda Krónunnar, um að fá að reisa fjölorkustöð (bensín- og dísildælur og rafhleðslur fyrir rafmagnsbíla) á lóð Krónunnar vestur á Granda.

Hjálmar segir umsóknina vera til skoðunar. „Það eru ákveðin umhverfisrök sem mæla með þessu. Ef menn eru að fara í stórmarkað getur verið ágætt að fylla á bílinn í leiðinni, í stað þess að fara sérferð á bensínstöð,“ sagði Hjálmar í samtali við Morgunblaðið í gær.

„Auk þess sem þessar stóru bensínstöðvar sem eru allsherjar þjónustustöðvar með veitingastöðum og fleira, taka upp ofboðslega mikið og verðmætt land í borginni. Ef þróunin verður með þessum hætti getur það orðið til þess að það losnar um óhemju verðmætt land sem við gætum nýtt með öðrum hætti.“

Hann segir að þótt stefna borgarinnar sé að fækka bensínstöðvum gæti svona lausn leyst ákveðinn vanda. „Mér finnst því ekki hægt að útiloka það að þessi kostur sé mjög skoðunarinnar virði,“ sagði Hjálmar.

agnes@mbl.is