Bassaleikarinn Skúli Sverrisson og sellóleikarinn Hildur Guðnadóttir eru meðal höfunda tónlistar í kvikmyndinni The Revenant sem tilnefnd er til 12 Óskarsverðlauna í ár.
Bassaleikarinn Skúli Sverrisson og sellóleikarinn Hildur Guðnadóttir eru meðal höfunda tónlistar í kvikmyndinni The Revenant sem tilnefnd er til 12 Óskarsverðlauna í ár. Í myndinni er leikið lagið „Glacier“ sem Skúli samdi með hinum heimskunna japanska tónlistarmanni Ryuichi Sakamoto og tvö verk eftir Hildi, „Whitten“ og „Strokur“. Skúli flytur „Glacier“ með Sakamoto og Ren Takada og Hildur leikur „Strokur“. The Revenant er gagnrýnd í Morgunblaðinu í dag á bls. 41.