Kári Gunnarsson
Kári Gunnarsson
Badmintonsamband Íslands heldur alþjóðlega mótið Iceland International í nítjánda sinn en það hefst í TBR-húsunum í dag. Þriðja árið í röð er það hluti af Reykjavíkurleikunum. Undankeppnin hefst klukkan 10 í dag en aðalkeppnin hefst í fyrramálið.

Badmintonsamband Íslands heldur alþjóðlega mótið Iceland International í nítjánda sinn en það hefst í TBR-húsunum í dag. Þriðja árið í röð er það hluti af Reykjavíkurleikunum. Undankeppnin hefst klukkan 10 í dag en aðalkeppnin hefst í fyrramálið.

Flestallt besta badmintonfólk Íslands er með á mótinu en langflestir keppendur koma erlendis frá. Þeir eru nú 124 af þeim 163 sem skráð hafa sig til leiks og koma frá 29 löndum en í fyrra komu 107 erlendir keppendur, sem þá var met. Mótið gefur stig á styrkleikalista og fjölmargir keppenda eru að safna stigum til að freista þess að komast á Ólympíuleikana í Ríó í ágúst.

Í einliðaleik karla er Íslandsmeistarinn Kári Gunnarsson sá eini íslensku keppendanna sem fer beint í 1. umferðina, 32ja manna úrslitin, á morgun. Í einliðaleik kvenna eru það Sara Högnadóttir, Harpa Hilmisdóttir og Margrét Jóhannsdóttir sem fara beint í 1. umferð og sleppa við undankeppnina. vs@mbl.is