Gunnþór Ingvason
Gunnþór Ingvason
Vinnsluverðmæti úr þeim 100.000 tonnum af loðnu sem þegar hafa komið í hlut Íslendinga á þessu ári er áætlað 11,6 milljarðar, að því er Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, skrifar á heimasíðu fyrirtækisins.

Vinnsluverðmæti úr þeim 100.000 tonnum af loðnu sem þegar hafa komið í hlut Íslendinga á þessu ári er áætlað 11,6 milljarðar, að því er Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, skrifar á heimasíðu fyrirtækisins.

Áætla má að launagreiðslur í tengslum við veiðar og vinnslu á 100.000 tonnum af loðnu nemi um 2,8 milljörðum króna. Gunnþór segir einnig hægt að áætla að skatttekjur ríkisins af 100.000 tonnum af loðnu nemi tæplega 2,8 milljörðum króna. Hann tekur fram að ekki hafi verið lagt mat á margfeldisáhrif þeirra fjármuna sem fólk aflar á loðnuvertíðinni.

Gunnþór segir að í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem fylgi veiðum og vinnslu loðnu hljóti að vera óeðlilegt að hafrannsóknaskip okkar liggi nú við bryggju. Hann segir að gott samstarf hafi verið á milli Hafrannsóknastofnunar og loðnuútgerða og skoða þurfi hvort ekki eigi að efla það samstarf.

Þess má geta að í fyrra veiddu Íslendingar um 400.000 tonn af loðnu. gudni@mbl.is