Augans tímaleysi nefnist sýning á ljósmyndum Arnórs Kára sem opnuð verður í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur í dag.
Augans tímaleysi nefnist sýning á ljósmyndum Arnórs Kára sem opnuð verður í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur í dag. Arnór Kári vill komast í það hugarástand að hætta að hugsa um leitina að „hinni fullkomnu ljósmynd“ og smellir þar af leiðandi frekar af þegar tilfinningin kallar, eins og því er lýst í tilkynningu. Arnór Kári lauk námi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2012 og auk þess að ljósmynda hefur hann stundað götulist, gert litríkar veggmyndir og tekið þátt í listasýningum, myndlistar- og tónlistarhátíðum víða um land. Hann hefur einnig samið tónlist undir nafninu Andartak og gaf sína fyrstu plötu út í fyrra. Hún nefnist Mindscapes. Arnór Kári vinnur nú að ævintýralegri 100 metra langri veggmynd á Landspítalanum og mun myndefnið einnig birtast í barnabók.