Arnljótur Sigurðsson
Arnljótur Sigurðsson
Tónlistarmennirnir Arnljótur Sigurðsson, Daníel Friðrik Böðvarsson og Gunnar Jónsson (sem gengur undir listamannsnafninu Collider) flytja nýja, frumsamda tónlist við tékknesku ævintýramyndina Vynález skázy eða Banvæna uppfinningu eftir Karel Zeman, frá...
Tónlistarmennirnir Arnljótur Sigurðsson, Daníel Friðrik Böðvarsson og Gunnar Jónsson (sem gengur undir listamannsnafninu Collider) flytja nýja, frumsamda tónlist við tékknesku ævintýramyndina Vynález skázy eða Banvæna uppfinningu eftir Karel Zeman, frá árinu 1958, í Mengi í kvöld kl. 21. Kvikmyndin er margverðlaunuð og telst tímamótaverk í sögu tékkneskrar kvikmyndagerðar, skv. tilkynningu. Kvikmyndin er byggð á nokkrum skáldsögum franska rithöfundarins Jules Verne, einkum og sér í lagi á Andspænis fánanum ( Face au drapeau ) frá árinu 1896. Kvikmyndin verður sýnd í Mengi á meðan tónlistarmennirnir þrír flytja nýja tónlist sína við hana. Miðaverð er kr. 2.000.