Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Engar reglur eru til staðar um köfun í Silfru, einungis fyrirmæli sem finna á má vef Samgöngustofu. Samkvæmt fyrirmælunum ber ferðaþjónustufyrirtækjum sem selja köfunarferðir á Þingvöllum m.a. að hafa öryggis- og viðbragsðáætlun, sem samþykkt er af Samgöngustofu. Átta ferðaþjónustufyrirtæki bjóða upp á köfunarferðir í Silfru samkvæmt upplýsingum frá þjóðgarðsverði. Hins vegar hafa aðeins fimm þeirra öryggis- og viðbragsáætlun sem samþykkt hefur verið af Samgöngustofu. Aðspurð segir Þórhildur Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, að stofnunin gegni ekki eftirlitshlutverki á vettvangi og hafi því ekki upplýsingar um þau þrjú ferðaþjónustufyrirtæki sem ekki hafa gert áætlun sem samþykkt hefur verið af stofnuninni. Ábyrgðin um að gera hana sé á herðum fyrirtækjanna.
Ábyrgðin kafaranna sjálfra
Markmið fyrirmælanna er að bæta öryggi við köfun og yfirborðsköfun í Silfru. Þar eru m.a. tilgreind almenn skilyrði um að ferðaþjónustufyrirtækjum, sem selja ferðir í köfun á Þingvöllum beri að uppfylla öll opinber skilyrðir fyrir rekstri ferðaþjónustu og hafa nauðsynleg leyfi og tryggingar í gildi fyrir slíkri ferðaþjónustu. Skýrt er þó tekið fram að köfunin sé ætíð á ábyrgð þeirra sem stunda hana.Aðspurð segir Þórhildur að engar verklagsreglur eða tilmæli séu yfir gagnrýni hafnar. „Ef eitthvað kemur út úr rannsóknum samgönguslysa, þá kann það að breyta verklagi eða reglum í öryggisátt,“ segir Þórhildur.