Kvennalið Keflavíkur í körfuknattleik hefur tryggt sér þjónustu afar öflugs leikmanns, en leikmaðurinn sem um ræðir heitir Monica Wright . Monica hefur tvívegis verið í meistaraliði í WNBA og því ljóst að um sterkan leikmann er að ræða. Það er karfan.is sem greinir frá þessu. Monica er margverðlaunaður WNBA-leikmaður sem er á mála hjá liði Seattle Storm. Koma Monicu er liður í endurhæfingu hennar þar sem að hún er að koma til baka úr erfiðum hnémeiðslum og þarf að komast í leikform. Jenny Boucek sem lék með Keflavík hér forðum daga er þjálfari liðs Seattle Storm og er koma Monica í gegnum tengsl Boucek við Keflavík. Ekki er vitað hversu mikið Monica mun koma til með að spila með Keflavík eða hversu mikið hún má spila með liðinu þar sem hún er undir ströngu eftirliti læknateymis Seattle Storm.
Norrköping hafði áhuga á að skoða Hólmbert betur og að hann færi með þeim í æfingaferð á næstunni. Við ákváðum hins vegar að hafna því og Hólmbert er á leiðinni til Íslands á næstu dögum,“ sagði Bjarni Guðjónsson , þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu, um stöðu mála hjá Hólmberti Aroni Friðjónssyni , leikmanni liðsins við mbl.is í gær. „Forráðamenn Norrköping verða einfaldlega að leggja fram tilboð hafi þeir jafn mikinn áhuga og virðist vera á Hólmberti. Við sjáum bara til hvernig framhaldið þróast í þessum málum,“ sagði Bjarni enn fremur.
Hólmbert Aron gekk til liðs við KR frá skoska liðinu Glasgow Celtic síðastliðið sumar, en hann hafði verið á láni hjá danska liðinu Bröndby á árunum 2014 til 2015. Hólmbert Aron lék 12 leik með KR í deild og bikar síðastliðið sumar og skoraði í þeim leikjum fimm mörk.