Vísindamenn hafa fundið stærsta þekkta sólkerfi alheimsins og í því er reikistjarna sem er í um billjón kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Það tekur plánetuna nær milljón ár að fara umhverfis stjörnu sína.

Vísindamenn hafa fundið stærsta þekkta sólkerfi alheimsins og í því er reikistjarna sem er í um billjón kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Það tekur plánetuna nær milljón ár að fara umhverfis stjörnu sína. Braut hennar er um 140 sinnum stærri en braut Plútós um sólina okkar, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins.

Plánetan nefnist 2MASS J2126-8140 og er með tólf til fimmtán sinnum meiri massa en Júpíter, að sögn eins vísindamannanna, Simons Murphy, við Þjóðarháskólann í Ástralíu, ANU. Skýrt er frá sólkerfinu í tímaritinu Monthly Notices of the Royal Astronomical Society.