Lukkuleg Hardinge með viðurkenninguna við afhendingu verðlaunanna. Hún er fyrsti barnabókahöfundurinn síðan 2001 sem hreppir þau.
Lukkuleg Hardinge með viðurkenninguna við afhendingu verðlaunanna. Hún er fyrsti barnabókahöfundurinn síðan 2001 sem hreppir þau. — AFP
Bók breska barnabókahöfundarins Frances Hardinge, The Lie Tree , hreppti Costa bókmenntaverðlaunin í ár.

Bók breska barnabókahöfundarins Frances Hardinge, The Lie Tree , hreppti Costa bókmenntaverðlaunin í ár. Bók Hardinge hafði áður verið valin besta barnabókin og keppti um aðalverðlaunin við The Loney eftir Andrew Michael Hurley, sem valin var besta frumraun skáldsagnahöfundar, skáldsögu Kate Atkinson A God in Ruins , ljóðabók Don Paterson, 40 Sonnets , og ævisögu Andrea Wulf, The Invention of Nature, a biography of the scientist Alexander von Humboldt .

Hardinge hlaut 30.000 pund í verðlaun, sem bætast við þau 5.000 sem allir fyrrnefndir höfundar hlutu fyrir bestu bókina í sínum flokki. Þá má búast við því að sala bókarinnar taki kipp og muni höfundinn þar verulega um hærri höfundarlaun.

Hardinge er fyrsti barnabókahöfundurinn sem hlýtur aðal Costa-verðlaunin síðan Philip Pullman hreppti þau árið 2001.

Dómnefndin lofar The Lie Tree , segir þetta marglaga og spennandi frásögn sem dragi lesandann áfram. Sagan gerist á Viktoríu-tímanum og segir frá 14 ára stúlku sem hyggst feta í fótspor föður síns og nema náttúruvísindi.