• Karl Þórðarson knattspyrnumaður frá Akranesi varð í sjöunda sæti í kjörinu á íþróttamanni ársins 1978. • Karl fæddist 1955 og lék fyrst með ÍA 1972 en síðast 1994, og lék alls 366 leiki með liðinu.

Karl Þórðarson knattspyrnumaður frá Akranesi varð í sjöunda sæti í kjörinu á íþróttamanni ársins 1978.

• Karl fæddist 1955 og lék fyrst með ÍA 1972 en síðast 1994, og lék alls 366 leiki með liðinu. Þá hafði hann tvívegis hætt og byrjað aftur að leika á ný. Hann varð fimm sinnum Íslandsmeistari og tvisvar bikarmeistari með liðinu. Karl, sem var fljótur og leikinn kantmaður, var atvinnumaður hjá La Louviere í Belgíu og Laval í Frakklandi frá 1978 til 1984. Hann lék 16 landsleiki fyrir Íslands hönd.