Grétar Jónasson
Grétar Jónasson
Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Eftirlitsnefnd sem hefur reglubundið eftirlit með störfum fasteignasala hefur undanfarið heimsótt fasteignasölur til þess að fylgja því eftir að nýjum lögum um fasteignasölur sé framfylgt.

Viðar Guðjónsson

vidar@mbl.is

Eftirlitsnefnd sem hefur reglubundið eftirlit með störfum fasteignasala hefur undanfarið heimsótt fasteignasölur til þess að fylgja því eftir að nýjum lögum um fasteignasölur sé framfylgt. Um er að ræða sjálfstæða nefnd sem heyrir undir viðskiptaráðuneytið.

Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, er einn þriggja nefndarmanna. „Hlutverk hennar er m.a. að kanna skjalagerð, fjárvörslu, samningagerð og hvort aðstoðarmenn á fasteignasölum hafi verið að sinna verkefnum sem þeir mega ekki sinna,“ segir Grétar. Að sögn hans hafa Félagi fasteignasala borist ábendingar um að brögð séu að því að aðstoðarmenn sinni störfum sem löggiltum fasteignasölum ber að sinna.

Í júlí í fyrra gengu í gildi ný lög þar sem sú grundvallarbreyting var gerð að einungis löggiltir fasteignasalar hafa heimild til að sinna öllum helstu störfum er varða milligöngu um fasteignaviðskipti. Áður sinntu sölufullrúar mörgum slíkum verkefnum.

Breyting var gerð á lögunum um áramót eftir að sölufulltrúar sendu inn kröfugerð þar sem m.a. óskað var eftir því að þeim yrði gefinn aðlögunartími til þess uppfylla kröfur laganna. Leiddi það m.a. til þess að sölufulltrúar fá tíma þar til í september til þess að sækja nám til löggildingar. Þá fá nemar heimild til þess að sinna ákveðnum störfum innan fasteignasölunnar. Þeir mega sinna bakvinnslu, t.a.m. gera drög að söluyfirliti eða drög að kauptilboði.

En svo er það alfarið fasteignasalinn sem kynnir málið og vinnur það áfram með neytandanum. Eins mega þeir sýna fasteign ef neytandinn leyfir það,“ segir Grétar.