Einar Daði Lárusson
Einar Daði Lárusson
Fjölþrautarmaðurinn Einar Daði Lárusson, úr ÍR, heldur í dag út til Þýskalands þar sem hann tekur þátt í þýska meistaramótinu í Hamborg um helgina. Einar Daði keppir í sjöþraut á mótinu en það er hans sérgrein ásamt tugþraut.

Fjölþrautarmaðurinn Einar Daði Lárusson, úr ÍR, heldur í dag út til Þýskalands þar sem hann tekur þátt í þýska meistaramótinu í Hamborg um helgina. Einar Daði keppir í sjöþraut á mótinu en það er hans sérgrein ásamt tugþraut. Með í för verður Gísli Sigurðsson sem á haustdögum tók við þjálfun Einars Daða. Hann á næst bestan árangur Íslendings í sjöþraut, 5.859 stig sem var 15. besti árangur í Evrópu á síðasta ári. Hann var talsvert frá á síðasta sumri vegna meiðsla. iben@mbl.is