Verðlaunamynd Sigurður Sigurjónsson í hlutverki sínu í Hrútum. Gagnrýnendur hrósa leik þeirra Theodórs Júlíussonar í kvikmyndinni.
Verðlaunamynd Sigurður Sigurjónsson í hlutverki sínu í Hrútum. Gagnrýnendur hrósa leik þeirra Theodórs Júlíussonar í kvikmyndinni.
Hrútar , kvikmynd Gríms Hákonarsonar, heldur áfram að vekja eftirtekt kvikmyndaunnenda víða um lönd. Hún er nú tekin til sýningar í hverju landinu á fætur öðru og fær víðast hvar afbragðs dóma.
Hrútar , kvikmynd Gríms Hákonarsonar, heldur áfram að vekja eftirtekt kvikmyndaunnenda víða um lönd. Hún er nú tekin til sýningar í hverju landinu á fætur öðru og fær víðast hvar afbragðs dóma.

Í hinu gamalgróna New York-vikuriti Village Voice er meistaralegum tökum leikstjórans á tignarlegri náttúrunni og frásögninni hrósað, en hann jafnframt sagður ekkert dvelja við þessa ríkulegu listrænu þætti heldur sé kvikmyndin hylling á lífinu. Þá birtist gagnrýni hins kunna rýnis A.O. Scotts í New York Times og er hann einnig hrifinn af verkinu. Hann segir lýsingar á átökum bræðranna Kidda og Gumma, sem hafa ekki talast við í áratugi, vera fyndnar, á lágstemmdan hátt, og segir þær í anda kunnuglegrar norrænnar gamansemi þar sem daðrað sé við melankólíu. „En þrátt fyrir þá hlýju sem kenjum persónanna og umhverfi þeirra er sýnd er kvikmyndin eftirminnilegust fyrir þungan undirtóninn og næstum harmræna göfgina sem birtist í dapurlegum og í raun kjánalegum aðstæðum þeirra,“ skrifar rýnirinn. Hann segir lokaatriði kvikmyndarinnar einstaklega áhrifamikið, og þar sé þessum venjulegu, hversdagslegu persónum nánast breytt í goðsagnakenndar verur.

Hrútar hrepptu Un Certain Regard-verðlaunin í Cannes í fyrra og hafa fengið um 8 í einkunn hjá gagnrýnendum að meðaltali, samkvæmt rottentomatoes.com.