Jón Laxdal Halldórsson
Jón Laxdal Halldórsson
Í Listasafninu á Akureyri verður í dag, fimmtudag klukkan 12.15 til 12.45, boðið upp á leiðsögn um tvær sýningar. Annarsvegar er það sýning Jóns Laxdal Halldórssonar, „...

Í Listasafninu á Akureyri verður í dag, fimmtudag klukkan 12.15 til 12.45, boðið upp á leiðsögn um tvær sýningar. Annarsvegar er það sýning Jóns Laxdal Halldórssonar, „...úr rústum og rusli tímans“, og hinsvegar sýning Jonnu – Jónborgar Sigurðardóttur, „Völundarhús plastsins“. Hlynur Hallsson safnstjóri og Jonna taka á móti gestum og fræða þá um sýningarnar. Aðgangur er ókeypis.

Jón Laxdal (f. 1950) nam heimspeki við Háskóla Íslands og gaf út sína fyrstu ljóðabók árið 1974. Jón var einn þeirra sem stóðu að blómlegri starfsemi Rauða hússins á Akureyri og setti þar upp sína fyrstu einkasýningu árið 1982. Klippimyndir hafa verið hans helsta viðfangsefni allar götur síðan. Verkum Jóns má lýsa sem ljóðrænni naumhyggju, þau hafa verið sýnd á fjölmörgum sýningum víðs vegar um heim og er að finna á fjölda safna.

„Völundarhús plastsins“ er innsetning sem á að gera áhorfendur meðvitaða um umhverfisáhrif plastnotkunar. Undanfarin ár hefur Jonna (f. 1966) unnið ýmis verk innblásin af ofneyslu og sóun.