Kaupþing eignaðist 87% í Arion banka á móti 13% hlut ríkissjóðs.
Kaupþing eignaðist 87% í Arion banka á móti 13% hlut ríkissjóðs. — Morgunblaðið/Ómar
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Stjórnvöld hafa gefið þrjár ólíkar skýringar á því af hverju ríkissjóður bar 2,5 milljarða vaxtakostnað af stofnun Arion banka.
Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), sagði á fundi fjárlaganefndar í gær, að 2,5 milljarða vaxtakostnaður við stofnun Arion banka, hefði verið tjón sem sem ríkissjóður hefði setið uppi með. Hins vegar hafnaði hann því að ábyrgðina á því tjóni mætti rekja til seinagangs við afgreiðslu FME á umsókn Kaupskila, eignarhaldsfélags í eigu slitabús Kaupþings, þess efnis að félagið fengi að fara með ráðandi eignarhlut í Arion banka. Á sama tíma og ríkissjóður tók á sig vaxtakostnaðinn við stofnun bankans var slitabúi Kaupþings tryggður virðisréttur að 80% hluta þeirra virðisbreytinga sem orðið gætu á þeim eignum sem lagðar voru inn í bankann við stofnun hans. Gekk sá virðisréttur upp í 38 milljarða skuld Kaupþings við bankann og því greiddi slitabúið skuld sína við bankann með eignum í bankanum sjálfum.