Í Drammen Haraldur Pétursson útbjó þennan jeppa fyrir kvikmynd.
Í Drammen Haraldur Pétursson útbjó þennan jeppa fyrir kvikmynd. — Morgunblaðið/Baldur Arnarson
Örn Thomsen, framkvæmdastjóri Arctic Trucks Norge, áætlar að í ár muni félagið breyta tæplega 200 jeppum á verkstæðinu í Drammen. Það eru næstum tvöfalt fleiri en verkstæðið breytti árið 2014.

Örn Thomsen, framkvæmdastjóri Arctic Trucks Norge, áætlar að í ár muni félagið breyta tæplega 200 jeppum á verkstæðinu í Drammen. Það eru næstum tvöfalt fleiri en verkstæðið breytti árið 2014.

Vegna aukinna umsvifa undirbýr Arctic Trucks Norge að reisa nýjar höfuðstöðvar í Liertoppen.

Örn segir mikla sókn framundan á erlenda markaði. Flutningur höfuðstöðva Arctic Trucks International frá Íslandi til Bretlands sé liður í frekari útrás.

Haraldur Pétursson, hönnunar- og þróunarstjóri hjá Arctic Trucks Norge, hefur m.a. breytt jeppum í herbíla fyrir norska og litháíska herinn. Hann hafði í nógu að snúast þegar Morgunblaðið leit inn í Drammen. baldura@mbl.is 4