Búast má við að vegunum yfir Hellisheiði, um Kjalarnes og hugsanlega fleiri verði lokað fyrir umferð um hádegi í dag, þegar óveður kemur inn yfir landið. Þetta segir Skúli Þórðarson hjá þjónustudeild Vegagerðarinnar.

Búast má við að vegunum yfir Hellisheiði, um Kjalarnes og hugsanlega fleiri verði lokað fyrir umferð um hádegi í dag, þegar óveður kemur inn yfir landið. Þetta segir Skúli Þórðarson hjá þjónustudeild Vegagerðarinnar. Þessi háttur hefur verið hafður á nokkrum sinnum að undanförnu til að koma í veg fyrir að ökumenn fari sér að voða og festi sig á illa búnum bílum sem svo yrðu fyrirstaða þegar snjóruðningsmenn fara af stað. Reynslan af lokunum þykir góð.

Á sunnanverðu landinu snýst veður til verri áttar um hádegi, gangi spár eftir. Þá koma skil að landinu úr suðri með vaxandi austanátt og snjókomu. Skilin ganga svo norður yfir og í kvöld dúrar suðvestanlands og annarsstaðar á föstudag. sbs@mbl.is