Robert Kristof Paulsen
Robert Kristof Paulsen
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Bragur og breytingar, nefnist erindi Guðrúnar Þórhallsdóttur sem fram fer í Öskju í dag kl. 16.30 í fyrirlestraröð um Sturlungaöld á vegum Miðaldastofu.

Bragur og breytingar, nefnist erindi Guðrúnar Þórhallsdóttur sem fram fer í Öskju í dag kl. 16.30 í fyrirlestraröð um Sturlungaöld á vegum Miðaldastofu.

Í fyrirlestrinum fjallar Guðrún um gildi kveðskapar sem heimildar um íslenskt mál að fornu og málbreytingar á fyrstu öldum ritaldar á Íslandi. Tekið verður dæmi af skáldinu Kolbeini Tumasyni og kveðskap hans, ekki síst sálminum Heyr, himna smiður, kvæði sem sker sig úr bæði efnisins vegna og bragarháttarins. Þessi elsti sálmur Norðurlanda er ef til vill sá forníslenski texti sem oftast er fluttur um þessar mundir, eftir að lag Þorkels Sigurbjörnssonar varð þekkt og vinsælt, en segja má að lag Þorkels miðist fremur við framburð nútímamáls en brageyra Kolbeins.

Robert Kristof Paulsen heldur einnig erindi sem ber yfirskriftina, Sturlungaöld málþróunaröld. Hann er doktorsnemi í forníslensku við háskólann í Bergen.