Eignastýring Júpíter rekstrarfélag hefur stofnað fagfjárfestasjóðinn JR Veðskuldabréf I í samstarfi við 13 fagfjárfesta og lífeyrissjóði.
Eignastýring Júpíter rekstrarfélag hefur stofnað fagfjárfestasjóðinn JR Veðskuldabréf I í samstarfi við 13 fagfjárfesta og lífeyrissjóði. Að sögn Ragnars Páls Dyer, framkvæmdastjóra, er sjóðurinn 2 milljarðar króna nú í upphafi en hefur möguleika á stækkun. Sjóðurinn fjárfestir í veðskuldabréfum útgefnum af fyrirtækjum þar sem undirliggjandi veð eru fasteignir. Fjármögnun sjóðsins lauk í desember síðastliðnum og hefur sjóðurinn þegar keypt safn veðskuldabréfa eftir að áreiðanleikakönnun lauk.