HÍ Haldið í aðalsal Háskóla Íslands.
HÍ Haldið í aðalsal Háskóla Íslands. — Morgunblaðið/Ómar
„Tvímisnotaðir líkamar og takmörkun á gerendahæfni“ er yfirskrift fyrirlesturs í aðalbyggingu Háskóla Íslands í dag kl. 12-13. Dr. Giti Chandra, dósent við enskudeild St.

„Tvímisnotaðir líkamar og takmörkun á gerendahæfni“ er yfirskrift fyrirlesturs í aðalbyggingu Háskóla Íslands í dag kl. 12-13. Dr. Giti Chandra, dósent við enskudeild St. Stephen's College í Delí á Indlandi, flytur fyrirlesturinn sem er hluti af fyrirlestraröð RKK en þar greinir hún nokkur dæmi úr bókmenntum um það hvernig líkami sem beittur hefur verið ofbeldi er „notaður“ á táknrænan hátt í þeim tilgangi að skapa átök og framvindu í frásögninni.

Hún heldur því fram að þessir textar endurskrái ofbeldi gegn líkama kvenna í þágu hins skáldlega.