Blikktromman Högni Egilsson flutti ný lög í bland við eldri úr smiðju sinni á tónleikunum í Kaldalóni í gærkvöldi.
Blikktromman Högni Egilsson flutti ný lög í bland við eldri úr smiðju sinni á tónleikunum í Kaldalóni í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Eggert
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson kom fram í tónleikaröðinni Blikktrommunni í Kaldalóni í Hörpu í gær. Hann flutti eldri tónlist úr smiðju sinni og einnig nýja tónlist sem hann flutti einn við flygilinn.
Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson kom fram í tónleikaröðinni Blikktrommunni í Kaldalóni í Hörpu í gær. Hann flutti eldri tónlist úr smiðju sinni og einnig nýja tónlist sem hann flutti einn við flygilinn. Nýju tónlistina verður að finna á nýrri sólóplötu sem er í undirbúningi. Blikktromman er ný tónleikaröð í Hörpu sem leggur áherslu á að bjóða upp á tónleika með nokkrum fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar og fer fram á fyrstu miðvikudagskvöldum hvers mánaðar.