Spil í bókina.

Spil í bókina. N-AV

Norður
DG7542
965
2
D52

Vestur Austur
-- Á106
1043 DG2
106543 KDG8
ÁG984 K76

Suður
K983
ÁK87
Á97
103

Suður spilar 4 dobluð.

Mark Horton og Brian Senior þekkjast vel. Þeir eru báðir höfundar bridsbóka á enska tungu og atkvæðamiklir umsjónarmenn mótsblaða. Senior kemur árlega á íslensku bridshátíðina með búlgarskri konu sinni, Nevödu Senior, en hún vann tvímenninginn í þetta sinn með samlanda sínum Rumen Trendafilov. Brian spilaði hins vegar við enskan náunga að nafni Richard Bowdery. Þeir eru lítt samspilaðir, eins og sjá má á þessu spili sveitakeppninnar.

Bowdery vakti í norður á 2, multi. Austur sagði 2G og Senior doblaði. Vestur redobaði í flóttaskyni og austur hraktist í 3. Nú sagði Senior 3, sem hann meinti sem leitandi sögn eftir hálit makkers. Bowdery var ekki á sömu línu og lyfti í 4. Dobl og 500 niður.

Það er nefnilega það. En hvað kemur þetta Mark Horton við? Jú, eftir Horton liggur stórslysabókin „The Mysterious Multi“. Þetta spil gæti komið í næstu útgáfu.