Gamli tíminn Varnarmálaráðuneytið í Albaníu hefur ákveðið að selja gömul vígtól sem framleidd voru í Sovétríkjunum og þykja úrelt og ónýt í dag.
Gamli tíminn Varnarmálaráðuneytið í Albaníu hefur ákveðið að selja gömul vígtól sem framleidd voru í Sovétríkjunum og þykja úrelt og ónýt í dag. — AFP
Stjórnvöld í Albaníu hafa ákveðið að bjóða upp alls 40 orrustuflugvélar og herþyrlur sem framleiddar voru í Sovétríkjunum sálugu, en uppboðið mun fara fram síðar í þessum mánuði og standa vonir til að gripirnir heilli jafnt einstaklinga sem söfn.

Stjórnvöld í Albaníu hafa ákveðið að bjóða upp alls 40 orrustuflugvélar og herþyrlur sem framleiddar voru í Sovétríkjunum sálugu, en uppboðið mun fara fram síðar í þessum mánuði og standa vonir til að gripirnir heilli jafnt einstaklinga sem söfn.

Samkvæmt fréttaveitu AFP verða orrustuflugvélar af gerðinni MiG-19, MiG-27 og MiG-21 á uppboðinu, en vélarnar voru eitt sinn stolt flughersins í Albaníu. Að auki verða þarna fleiri flugvélar, af hinum ýmsu gerðum og stærðum, og herþyrlur sem albönsk stjórnvöld fengu að gjöf frá Sovétríkjunum og Kína á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Vonast er til að andvirði sölunnar á stríðstólunum nemi um 63 milljónum íslenskra króna.

Nokkrir þegar sýnt áhuga

Samkvæmt upplýsingum frá varnarmálaráðuneyti Albaníu hafa nú þegar nokkur söfn og einstaklingar í Grikklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum lýst yfir áhuga sínum. Hefur t.a.m. flug- og geimsafn nærri París í Frakklandi sagst vilja festa kaup á MiG-orrustuflugvél, en uppboðið verður haldið 22. febrúar næstkomandi. khj@mbl.is