Lögreglan í Hollandi er orðin langþreytt á ólöglegu flugi dróna þar í landi og hefur því ákveðið að snúa vörn í sókn og siga sérþjálfuðum ránfuglum, þ.e. örnum, gegn þessum vanda.

Lögreglan í Hollandi er orðin langþreytt á ólöglegu flugi dróna þar í landi og hefur því ákveðið að snúa vörn í sókn og siga sérþjálfuðum ránfuglum, þ.e. örnum, gegn þessum vanda.

„Þetta er lágtæknilausn gegn hátæknivanda,“ hefur fréttaveita AFP eftir Dennis Janus, talsmanni lögreglunnar í Hollandi. „Við notumst við hið forna veiðieðli fugla til að takast á við og yfirbuga dróna.“

Ernir lögreglunnar verða, samkvæmt AFP , við eftirlit á svæðum þar sem óheimilt er að fljúga drónum, s.s. við flugvelli og fjölmenn mannamót. khj@mbl.is