Tvíeyki Suður-afríska rapptvíeykið Die Antwoord kemur til Íslands í júní.
Tvíeyki Suður-afríska rapptvíeykið Die Antwoord kemur til Íslands í júní.
Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice tilkynntu í gær að 41 listamaður og hljómsveit hefðu bæst á lista flytjenda hátíðarinnar í ár sem haldin verður í Laugardalnum 16.-19. júní.

Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice tilkynntu í gær að 41 listamaður og hljómsveit hefðu bæst á lista flytjenda hátíðarinnar í ár sem haldin verður í Laugardalnum 16.-19. júní. Ber þar hæst suðurafríska rapptvíeykið Die Antwoord, franska frumkvöðulinn St. Germain og bandarísku rappsveitina M.O.P. Hipphopplistamenn og -sveitir eru áberandi meðal þeirra sem bæst hafa í hópinn en í tilkynningu segir að á hátíðinni sé mikið lagt upp úr fjölbreytni.

Fyrir utan þrjá fyrrnefnda bætast á lista eftirfarandi: Zombies, Art Department, General Levy, Slow Magic, Hjaltalín, Infinity Ink, Stacey Pullen, Troyboi, Section Boyz, Paranoid London, Gísli Pálmi, Novelist, XXX Rottweiler, Robert Owens, Maher Daniel, Glacier Mafia, Ocean Wisdom, Reykjavíkurdætur, Jack Magnet, Nitin, Problem Child, Big Swing Soundsystem, Lord Pusswhip & Svarti Laxness, Wølffe, KSF, Tanya & Marlon, Alexander Jarl, Fox Train Safari, Kristian Kjøller, Tusk, Geimfarar, Marteinn, ILO, Sonur Sæll, Brother Big, Rob Shields, Balcony Boyz og Will Mills.