[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hörður Kristbjörnsson, hönnunarstjóri hjá Döðlum.

Ég hef lítið getað fylgst með auglýsingum og markaðsmálum síðustu ár vegna mikilla anna hjá okkur í Döðlum og gat engan veginn munað hvað ég hafði séð og þótti gott síðasta ár.

Ég gerði því það eina rétta í stöðunni og eins og góðum syni sæmir þá hringdi ég í hana Ágústu móður mína til þess að fá almennilega úr því skorið hvað mér og henni þætti best og hafa staðið upp úr á árinu.

Henni þótti auðvitað allt sem við höfðum gert vera best.

Að lokum komumst við þó að því að þarna það sem Helgi Björns var í hefði verið það besta. Þú veist þarna þar sem hann er mafíósí og þarf að losna við ruslið. Það þótti henni fyndið og smart.

Ég treysti henni og hef alltaf gert.

jonagnar@mbl.is