Landsnet áætlar að fjárfesta í raforkuflutningskerfinu hátt í 35 milljarða króna á næstu þremur árum. Er þetta veruleg aukning miðað við framkvæmdir fyrirtækisins á síðustu árum og mestu framkvæmdirnar frá árinu 2007.

Landsnet áætlar að fjárfesta í raforkuflutningskerfinu hátt í 35 milljarða króna á næstu þremur árum. Er þetta veruleg aukning miðað við framkvæmdir fyrirtækisins á síðustu árum og mestu framkvæmdirnar frá árinu 2007.

Einna umfangsmestu framkvæmdirnar verða á Norðausturlandi í tengslum við stóriðjuframkvæmdir á Bakka við Húsavík. Reistar verða háspennulínur frá Bakka að Þeistareykjum og Kröflu og tilheyrandi tengivirki.

Af öðrum framkvæmdum má nefna að vinna er að hefjast við Suðurnesjalínu 2 í næsta mánuði. Hún liggur frá Hafnarfirði í Reykjanesbæ og þaðan með jarðstreng til Helguvíkur. 22